Hagnaður Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) nam á síðasta ári 951 m.kr., samanborið við 1.248 m.kr. árið áður.

Í uppgjörs­ tilkynningu frá LSS kemur fram að munurinn á milli skýrist aðallega af gengisþróun evr­unnar. Útborguð langtímalán á árinu 2011 voru 6.792 m.kr. samanborið við 6.378 m.kr. á fyrra ári. Eigið fé í árslok 2011 var 15.129 m.kr. á móti 14.178 m.kr. árið áður. Vegið eig­infjárhlutfall, CAD hlutfall, var 58% í árslok 2011 en var 78% í árslok 2010.

Engin van­skil voru í árslok 2011. Sveitar­félögin bera ekki ábyrgð á skuldbindingum sjóðsins, en tryggingar fyrir útlánum hans eru í tekjum sveitarfélaga. Þá gerir sjóðurinn ráð fyrir svip­aðri afkomu á þessu ári.