Hagnaður af rekstri Lyfja og heilsu hf. nam í fyrra 400,1 milljón króna, samanborið við 200 milljóna króna hagnað árið 2012. Velta nam 5.725,3 milljónum í fyrra, en var 5.774,3 milljónir árið áður. Rekstrarkostnaður lækkaði hins vegar töluvert, eða úr 1.502,3 milljónum árið 2012 í 1.376,7 milljónir árið 2013.

Karl Wernersson.
Karl Wernersson.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Eignir félagsins námu í árslok 2.779,9 milljónum króna, skuldir voru 1.951,5 milljónir og eigið fé því 828,3 milljónir. Í fyrra voru greiddar út 200,9 milljónir í arð vegna ársins 2012.

Nær allt hlutafé í Lyfjum og heilsu er í eigu Aurláka ehf., sem aftur er í eigu Karls Wernerssonar. Það félag skilaði 241,2 milljóna króna hagnaði í fyrra, samanborið við 5,4 milljónir árið 2012. Eignarhlutur Aurláka í Lyfjum og heilsu er metinn í bókum Aurláka á 1.460,3 milljónir króna.