Hagnaður Málningar ehf. nam tæpum 64 milljónum króna á síðasta ári en það er um 5% minni hagnaður en frá árinu á undan.

Í sjóðsstreymisyfirliti félagsins kemur fram að handbært fé frá rekstri minnkar um rúmar fjörutíu milljónir króna en það er helst vegna hækkunar á rekstrartengdum skuldum sem nemur rúmum 38 milljónum króna. Eignir félagsins námu 587.791.750 krónum í árslok 2013 og var bókfært eigið fé tæpar 480 milljónir króna.

Hjá Málningu starfa um 40 manns við framleiðslu á málningu en framkvæmdastjóri félagsins er Baldvin Valdimarsson og stjórnarformaður þess er faðir hans, Valdimar Bergstað.