Hagnaður verkfræðistofunnar Mannvits hf. nam 319 milljónum króna í fyrra samanborið við 87 milljóna króna hagnað árið áður, hagnaður félagsins jókst því um 267% á milli ára. Rekstrartekjur verkfræðistofunnar stórjukust milli ára en þær námu ríflega 4,5 milljörðum króna í fyrra samanborið við 3,8 milljarða árið áður.

Eignir Mannvits námu 2.605 millj- ónum króna í lok ársins 2016 og hélst eignarstaða fyrirtækisins nokkuð óbreytt milli ára. Eigið fé Mannvits í lok árs 2016 nam tæplega 1,2 milljörðum króna og jókst um tæplega 200 milljónir milli ára.

Mannvit skuldaði 1,4 milljarða króna í lok ársins 2016. Útistandandi hlutafé félagsins í árslok 2016 nam 236 milljónum króna. Stærsti hluthafi í Mannviti er einkahlutafélagið M2015 sem á 26,86% hlut. Sigurhjörtur Sigfússon er forstjóri félagsins.