Marel hagnaðist um 5,7 milljónum evra, jafnvirði 868 milljóna íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þetta er 56% samdráttur á milli ára en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra nam hagnaður fyrirtækisins 13,1 milljónum evra. Fram kemur í uppgjöri Marel sem birt var í dag að tekjur á fyrsta ársfjórðungi námu 158 milljónum evra, sem svarar til 14,5% samdráttar á milli ára. Hagnaður á hlut nam 0,78 evrusentum samanborið við 1,8 evrur á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Í uppgjöri félagsins er haft eftir Theo Hoen, forstjóra Marel, að uppgjörið sé í samræmi við væntingar. Nýjar pantanir gefa tilefni til bjartsýni, að hans sögn.

Fram kemur í uppgjörinu á fjórðungnum að rekstrarhagnaður fyrir skatta, afskriftir og gjöld (EBITDA) nam 16,9 milljónum evra, sem er 10,7% af tekjur. Til samanburðar nam hagnaðurinn 27,4 milljónum evra á fyrstu þremur síðasta árs.

Þá segir að pantanabók stóð í 151,1 milljón evra í lok fjórðungsins borið saman við 189,4 milljónir evra í lok fyrsta ársfjórðungs í fyrra.

Marel gerir ráð fyrir hóflegum vexti árið 2013 að því gefnu að  aðstæður á helstu mörkuðum batni á seinni hluta ársins. Með aukinni sölu á stöðluðum vörum og áherslu á rekstrarhagkvæmni á öllum sviðum væntir Marel þess að ná 10-12% EBIT markmiði sínu á seinni hluta ársins, að því er segir í uppgjöri fyrirtækisins.

Uppgjör Marel