Marel hagnaðist um 34,5 milljónir evra, jafnvirði tæpra 5,6 milljarða króna, á síðasta ári. Þetta er 153% aukning á milli ára en fyrirtækið hagnaðist um 13,6 milljónir evra árið 2010. Hagnaður á hlut nam 4,70 evrusentum samanborið við 1,87 evrusent ári fyrr.

Hagnaður fyrirtækisins á fjórða og síðasta fjórðungi nýliðins árs nam 15 milljónum evra samanborið við 5,5 milljónir á sama tíma ári fyrr. Tekjur námu 183,9 milljónum evra og jukust þær um 9,7% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins nam 28 milljónum evra. Þetta er besti fjórðungurinn í sögu Marel.

Tekjur ársins hjá Marel námu 668 milljónum evra sem er 15% aukning á milli ára.

Fram kemur í uppgjörinu að eignir Marel, sem námu 877,8 milljónum evra, hafi breyst lítið á milli ára. Auk þessa nafn eigið fé fyrirtækisins 373,5 milljónum evra, sem er lítilsháttar aukning á milli ára.

Uppgjör Marel