Hagnaður MasterCard kortafyrirtækis á fjórða ársfjórðungi 2010 jókst um 41% samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Aukin neysla og kortanotkun skýra hagnaðinn.

Hagnaður félagsins nam 415 milljónum dala eða 3.16 dollurum á hlut. Í fyrra nam hagnaður félagsins á fjórða ársfjórðungi 294 milljónum dala. Að meðaltali höfðu markaðsaðilar spá hagnaði upp á 3.05 dollurum á hlut.

Á vefsíðu Bloomberg er haft eftir Ajay Banga forstjóra félagsins að félagið sé nokkuð bjartsýnt á árið 2011. Félagið sækir nú inn á þróunarríki en Banga hefur áður lýst yfir „stríði gegn lausafé“.