Microsoft á Íslandi hagnaðist um rúmar 74 milljónir á árinu 2017 sem er 58% aukning frá árinu á undan. Microsoft seldi þjónustu fyrir tæpar 575 milljónir sem er aukning um 70 milljónir frá árinu áður.

Heildareignir félagsins í lok árs námu 298 milljónum króna, eigið fé var tæpar 144 milljónir og skuldir 154 milljónir.

Eiginfjárhlutfall var því 48,3% og arðsemi eigin fjár 51,4%. Handbært fé í árslok var 4,2 milljónir króna en það dróst saman um tæplega 6,8 milljónir á árinu.