Bandaríski fjárfestingabankinn Morgan Stanley skilaði mettekjum og hagnaði á fyrsta ársfjórðungi að því er The Wall Street Journal. Árangurinn má rekja til góðrar afkomu af markaðsviðskiptum og lægri sköttum. Allir stærstu bankarnir hafa nú skilað af sér góðri afkomu á fyrsta ársfjórðungi sem má að miklu leyti rekja til breytinga á skattalögum vestanhafs. Morgan Stanley er minnsti „stóri bankinn“ á Wall Street.

Morgan Stanley hagnaðist um 2,6 milljarða dala eða sem nemur 260 milljörðum króna. Tekjur bankans  námu 11,1 milljarði dala. Greinendur höfðu búist við hagnaði upp á 2,2 milljarða dala og tekjur upp á 10,4 milljarða dala.

Bréf bankans hafa hækkað um 1,7% síðan afkoma hans var kynnt en fjármálastjóri bankans sagði að allt hefði gengið upp á fjórðungnum.