Hagnaður bandaríska bankans Morgan Stanley nam 1.840 milljónum dollara á fyrsta ársfjórðungi ársins 2017 og jókst um 74% ef tekið er mið af sama tímabili árið 2016. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið .

Tekjur vegna fjárfestingastarfsemi bankans stórjukust milli ára og þá sér í lagi vegna skuldabréfaviðskipta. Morgan Stanley virðist vera að ná sér aftur á strik.

Tekjur Morgan Stanley jukust um 25% milli ára og námu 9.760 milljónum dollara. Tekjur vegna fjárfestinga námu 3.270 milljörðum og jukust um 57% milli ára. Gengi hlutabréfa Morgan Stanley hafa hækkað um 2,69% á Wall Street, þegar þetta er ritað.