Hagnaður fjárfestingabankans Morgan Stanley drógst töluvert saman á fjórðungnum en hagnaður féll úr 1,63 milljörðum bandaríkjadala niður í 939 milljónir bandaríkjadala miðað við á sama tímabili í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Flestir af helstu samkeppnisaðilum bankans á borð við Goldman Sachs, Citigroup, Bank of America og JP Morgan hafa einnig tilkynnt um minni tekjur á fjórðungnum.

Miklar sveiflur á mörkuðum á þriðja ársfjórðungi leiddu til þess að viðskiptaumhverfi okkar var mjög krefjandi, sagði James Gorman, forstjóri Morgan Stanley í tilkynningu frá bankanum.

Fyrr í þessum mánuði lækkaði Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spár sínar fyrir heimshagvöxt niður í 3,1% en spá þeirra í júlí var 3,3%. Spár fyrir 2016 hefur lækkað úr 3,8% niður í 3,6%. En samkvæmt þessu er ekki útlit fyrir að óróleikinn á mörkuðum muni lægja í bráð.