*

miðvikudagur, 28. október 2020
Innlent 19. ágúst 2017 14:20

Hagnaður Múlakaffis fjórfaldast

Veitingafyrirtækið Múlakaffi ehf. hagnaðist um 138 milljónir króna árið 2016.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Veitingafyrirtækið Múlakaffi ehf. hagnaðist um 138 milljónir króna árið 2016 en hagnaðurinn nam 35 milljónum árið 2015. Hagnaður félagsins fjórfaldaðist því á milli ára. Skýrist hagnaðaraukningin að miklum hluta af söluhagnaði hlutabréfa sem nam 101 millj­ón. Sala nam 2.157 milljónum á árinu 2016.

Eignir samstæðunnar námu 1.056 milljónum í lok árs og langtímaskuldir námu 183 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Múlakaffis í lok árs var 37,1%. Fyrirtækið sem var stofnað árið 1962 er að fullu í eigu Jóhannesar Stefánssonar.

Stikkorð: Múlakaffi Afkoma