*

miðvikudagur, 27. október 2021
Innlent 17. október 2020 13:09

Hagnaður Múlakaffis margfaldast

Ársverk Múlakaffis voru 120 en heildareignir námu 1,1 milljarði króna í lok síðasta árs. Félagið hagnaðist um 342 milljónir króna.

Ritstjórn
Guðríður María Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Múlakaffis.

Múlakaffi hagnaðist um 342 milljónir króna á síðasta ári en 75 milljónir árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 1,9 milljörðum króna árið 2019 og jukust um 300 milljónir frá fyrra ári. Rekstrartekjur samstæðunnar, sem inniheldur meðal annars KH veitingar ehf. og fasteignafélagið Kvörnin ehf., voru 2,6 milljarðar á síðasta ári.

Sjá einnig: Múlakaffi hagnaðist um 74,5 milljónir

Heildareignir Múlakaffis námu tæplega 1,1 milljarði króna en þar af voru rúmlega 250 milljónir skuldabréf. Eignir samstæðunnar námu 1,3 milljörðum. Skuldir Múlakaffis í árslok 2019 voru 301 milljón króna og eigið fé 757 milljónir.

Sjá einnig: Ríkisstarfsmenn sólgnir í Múlakaffi

Eiginfjárhlutfall félagsins var 71,5% og ársverk voru 120 að jafnaði. Félagið greiddi 40 milljónir króna í arð vegna rekstrarársins 2019 en 38 milljónir árið áður. Guðríður María Jóhannesdóttir er framkvæmdastjóri félagsins.

Stikkorð: Múlakaffi