Forsíður
Forsíður
Myllusetur ehf., útgáfufélag Viðskiptablaðsins, hagnaðist um 20,9 milljónir króna á árinu 2010. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nam 18,8 milljónum króna. Bókfærðar eignir Mylluseturs námu 48,5 milljónum króna um síðustu áramót og voru að mestu viðskiptakröfur.

Langtímaskuldir félagsins við lánastofnanir voru að fullu greiddar upp á árinu en námu 25,8 milljónum árið áður. Skammtímaskuldir félagsins námu í árslok 44,8 milljónum króna. Þær eru helst viðskiptaskuldir, ógreidd laun og launatengd gjöld. Eigið fé félagsins var jákvætt um 3,7 milljónir króna í árslok.

Eigendur Mylluseturs eru tveir; Pétur Árni Jónsson, framkvæmdastjóri og útgefandi á 67% hlut í félaginu, og Sveinn B. Jónsson á 33% hlut. Auk Viðskiptablaðsins gefur Myllusetur út Fiskifréttir og Hestablaðið.