Rekstrartekjur N1 námu 45,6 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins, samkvæmt árshlutareikningi félagsins sem var birtur í dag. Það er lækkun um 0,5% frá sama tímabili í fyrra.

Hagnaður af rekstri fyrirtækisins nam rúmlega 1,3 milljörðum króna á tímabilinu. Hagnaður á sama tímabili í fyrr nam 811 milljónum króna.

Eignir félagsins námu 28,5 milljörðum í lok tímabilsins og skuldir 13,6 milljörðum. Eigið fé var því 14,8 milljarðar í lok tímabilsins.

Hlutafé félagsins var lækkað um 30% á hluthafafundi í október. Það eru 300 milljónir að nafnverði. Viðmiðunardagur þessarar hlutafjárlækkunar er á föstudaginn og 3,8 milljarðar verða greiddir til hluthafa þann 5. desember.