Hagnaður á N1 á fyrsta ársfjórðungi nam 135 milljónum kr. en þegar tekið er tillit til þýðingarmunar vegna starfsemi erlends hlutdeildarfélags er heildarhagnaður félagsins 110 milljón kr. Á sama tíma í fyrra var 86 milljón kr. tap.

EBITDA á 1. ársfjórðungi 2015 nam 269 m.kr. samanborið við 120 m.kr. á sama tímabili árið 2014.  Eigið fé félagsins í lok tímabilsins var 10.529 m.kr. að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 700 m.kr.

Rekstrartekjur N1 fyrstu þrjá mánuði ársins námu 9.978 m.kr. sem er 12,6% lækkun frá sama tímabili árið áður. Lækkun rekstrartekna miðað við sama tímabil fyrra árs skýrist að mestu af lækkun á heimsmarkaðsverði á eldsneyti.

Hins vegar er framlegð félagsins mun hærri í ár en í fyrra. Á fyrsta fjórðungi var hún 1,99 milljarðar en var 1,75 milljarðar á sama tíma í fyrra. Hún er því 12,8% hærri.