N1 hagnaðist um 51,2 milljónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 331,6 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Framlegð af vörusölu minnkaði milli ára úr 2,2 milljörðum króna í fyrra í 1,8 milljarða í ár.

EBITDA hagnaður fyrirtækisins var 278,9 milljónir á fyrsta fjórðungi þessa árs, en var 574,3 milljónir á sama tíma í fyrra. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 41,2 milljónir í ár, en var 400,1 milljón í fyrra.

Eignir fyrirtækisins hækkuðu úr 27,8 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi 2012 í 28,1 milljarð á sama tímabili í ár. Skuldir hækkuðu úr 13,3 milljörðum í 13,5 milljarða og eigið fé stóð nánast í stað, var 14,5 milljarðar í lok beggja tímabila.

Handbært fé frá rekstri jókst milli ára, var 217,2 milljónir í fyrra, en var 419,5 milljónir í ár.