Hagnaður leikjatölvuframleiðandans Nintendo nam 106,5 milljörðum jena, eða um 137 milljarða króna, á öðrum ársfjórðungi og jókst um 541% frá fyrra ári. Financial Times segir frá .

Sala japanska fyrirtækisins hækkaði um 108% milli ára, sem má rekja að stórum hluta til tölvuleiksins Animal Crossing: New Horizons. Nintendo hefur selt yfir 22,4 milljónir eintaka af leiknum, sem kom út í lok mars síðastliðnum. Hann er þegar orðinn einn af 50 mest seldu leikjum allra tíma.

Pantanir á Switch leikjatölvunni voru alls 5,68 milljónir talsins sem er um 3,55 milljónum meira en í fyrra. Hlutfall seldra leikja á stafrænu formi hefur aukist sem hefur aukið framleiðni fyrirtækisins. Nánast helmingur seldra leikja fyrirtækisins á fyrsta ársfjórðungi voru í gegnum netverslun.