Hagnaður færeyska bankans BankNordik var um 50 milljónir danskar krónur á fyrsta ársfjórðungi 2016 og jókst því um 116% milli ára. Bankinn hefur að undanförnu átt í viðræðum við Arion banka um sölu á hlutabréfum BankNordik í Verði tryggingum.

Hreinar vaxtatekjur BankNordik drógust saman um 7 milljónir danskra króna milli ára m.a. í kjölfarið af auknu vaxtaálagi og minnkandi arði af eignasafni bankans. Þá drógust þóknunartekjur bankans einnig saman um 10 milljónir danskra króna.

Rekstrarhagnaður bankans fyrir afskriftir nam 25 milljónum danskra króna að teknu tilliti til aflagðrar starfsemi Varðar.

Í kjölfarið af ábendingu frá Seðlabanka Íslands ákváðu Arion banki og BankNordik að breyta gerðum kaupsamningi vegna yfirvofandi sölu á Verði. Nýr samningur felur m.a. í sér að gengið verði frá kaupunum í íslenskum krónum en ekki evrum og Arion baki mun kaupa allt hlutafé BankNordik í Vörð í einum hluta. Kaupverðið á 100% hlut bankans í Verði Group er 5,3 milljarðar íslenskra króna.

Haft er eftir yfirmönum BankNordik að stefnt sé að að ganga frá sölunni, sem enn bíður samþykkir viðeigandi yfirvalda á íslandi, á fyrri hluta árs 2016.