Ferðaskrifstofa Íslands, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, skilaði 134 milljóna króna hagnaði á árinu 2013 samkvæmt ársreikningi félagsins.

Félagið rekur ferðaskrifstofur undir nöfnum ÚrvalÚtsýn. Sumarferða, Plúsferða og Heklu Travel. Í skýrslu stjórnar félagsins kemur fram að stjórnin leggi til að 120 milljóna króna arður verði greiddur til hluthafa auk þess sem gerð er tillaga um greiðslu 52 milljóna úr sérstökum sjóði sem er undir eigið fé, samtals 172 milljónir króna.

Pálmi kom inn í rekstur Ferðaskrifstofu Íslands í byrjun árs 2009 samhliða fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins en félagið hafði verið í eigu Saxbyggs og tengdra aðila.