Microsoft á Íslandi skilaði 41 milljón króna í hagnað á rekstrarárinu sem lauk 30. júní 2013 samkvæmt ársreikningi fyrirtækisins. Rekstrartekjur fyrirtækisins námu tæpum 409 milljónum króna árinu.

Eigið fé félagsins nam 63 milljónum króna en alls voru greiddar út 38,8 milljónir króna í arð á árinu. Stærsti einstaki kostnaðarliður fyrirtækisins er laun en alls voru greiddar 142 milljónir króna í laun á rekstrarárinu. Meðallaun námu um 1,5 milljónum króna miðað við uppgefinn starfsmannafjölda upp á átta manns samkvæmt ársreikningi.

Þá voru greiddar út 38,2 milljónir króna í bónusa á árinu. Það gera að meðaltali um 4,8 milljónir á hvern starfsmann á ári eða 400 þúsund krónur að meðaltali á hvern starfsmann á mánuði.