Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur dregst saman en hagnaðurinn er nú 390 milljónir samanborið við 6 milljarða í fyrra. Ástæða samdráttarins er lækkun álverðs af því er fram kemur í árshlutareikningi félagsins. En sveiflur í álverði voru óhagstæðar sem nam 5,2 milljörðum króna en á sama tímabili 2017 sú stærð hagstæð um 5,3 milljarða króna.

Rekstartekjur þessa ársfjórðungs námu 12 milljörðum króna og rekstrargjöldin voru 4,5 milljarðar. EBITDA fyrirtækisins var um 7,8 milljarðar króna. Laun- og launatengd gjöld hækkuðu talsvert frá sama ársfjórðungi í fyrra eða um rúmlega 200 milljónir króna.

„Grunnrekstur Orkuveitu Reykjavíkur er afar traustur. Árshlutareikningurinn endurspeglar aukin umsvif í samfélaginu, við sjáum tekjur vaxa en líka rekstrarkostnað og þurfum að halda vöku okkar. Við erum að þróa áfram þá grunnþjónustu sem fyrirtækin innan OR-samstæðunnar veita. Orkuskipti í samgöngum standa yfir og framundan er snjallvæðing rafdreifikerfisins." segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR.

Stjórn OR samþykkti einnig tillögu til aðalfundar fyrirtækisins um að eigendum OR verði greiddur arður vegna rekstrarársins 2017 að fjárhæð 1,25 milljörðum króna. En aðalfundur Orkuveitunar verður haldinn í næsta mánuði.