Hagnaður Okruveitu Reykjavíkur (OR) nam 3,3 milljörðum króna í fyrra. Fyrirtækið hafði skilað tapi upp á nærri þrjá milljarða króna í tvö ár á undan.

Fram kemur í uppgjöri OR að hagnaður fyrir fjármagnsliði (EBIT) árið 2013 nam 17,2 milljörðum króna borið saman við 14,7 milljarða árið 2012. Þá nam framlegð af rekstri OR (EBITDA)  26 milljörðum króna í fyrra. Árið 2012 nam framlegðin 25 milljörðum króna.

Nettóskuldir lækkuðu um 38,7 milljarða og nema þær nú 186 milljörðum króna. Fyrir fjórum árum námu skuldirnar 234 milljónum króna. Eigið fé OR nam 81 milljarði króna um síðustu áramót og var það 34% aukning á milli ára.