Hagnaður raftækjasalans Ormsson ehf., sem heldur utan um rekstur verslunar Bræðranna Ormsson, var rétt rúmlega 9 milljónir króna á árinu 2016 samkvæmt ársreikningi félagsins. Það er þriðjungur af hagnaði félagsins árið 2015.

Rekstrartekjur félagsins námu tæplega 3,8 milljörðum króna og jukust um liðlega 8% á milli ára. Rekstrargjöld námu 3,7 milljörðum og fjármagnsgjöld rétt tæplega 80 milljónum.

Eignir félagsins námu tæplega 1.337 milljónum króna, þar af var eigið fé um 171 milljón. Handbært fé félagsins í lok árs nam 40 milljónum króna og lækkaði um 60 milljónir milli ára.

Ormsson er í eigu Hljómtækni ehf., sem er í eigu Andrés­ar B. Sig­urðsson­ar, markaðsstjóra Bræðranna Orms­son, Ein­ars Þórs Magnús­son­ar, fram­kvæmda­stjóra versl­un­ar­inn­ar, og El­ín­ar Har­alds­dótt­ur, eign­konu Ein­ars.