Félagið Ormsson ehf., sem starfrækir verslanir með raftæki og innréttingar, hagnaðist um 35,9 milljónir króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 9 milljóna króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 3 milljörðum króna samanborið við 3,2 milljarða króna árið á undan. Rekstrarhagnaður (EBIT) nam 136,2 milljónum í fyrra samanborið við 90,5 milljónir árið áður.

Eignir námu 1,1 milljarði króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 215,7 milljónir króna. Launagreiðslur til starfsmanna námu 385,5 milljónum króna, en að meðaltali var 51 stöðugildi í félaginu á síðasta ári. Á síðasta ári yfirtók Ormsson ehf. allar eignir og skuldir Hljómtækni ehf. Ormsson er að stærstum hluta í eigu Andrésar B. Sigurðssonar, en hann á 70,25% hlut í félaginu. Andrés er einnig framkvæmdastjóri fyrirtækisins.