Hagnaður hjá Össuri var nam 10 milljónum dala á öðrum ársfjórðungi sem jafngildir 10% af sölu fyrirtækisins. EBITDA nam 19 milljónum dollurum sem er 19% af sölu en framlegðin nam 64 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Össuri.

Salan á öðrum ársfjórðungi var 3% í staðbundinni mynt. Heildarsalan var 103 milljónir dollara sem er 2 milljónum lægra en á sama tíma í fyrra.

Söluvöxtur í spelkum og stuðningsvörum var 4% en 1% í stoðtækjum. SYMBIONIC LEG, sem hefur verið mikið í umræðunni, er nýjasta viðbótin í Bionic vörulínu Össurar. Þessi nýja viðbót sameinar RHEO KNEE og PROPRIO FOOT í eina heildstæða lausn sem er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum.

Jón Sigurðsson, forstjóri: "Það gleður okkur að geta sagt frá því að SYMBIONIC LEG, sem var kynntur á síðasta ári, er nú til sölu á öllum helstu mörkuðum. Vel tókst til við markaðssetninguna og viðbrögð notenda hafa verið mjög jákvæð. Söluvöxtur á öðrum ársfjórðungi var ágætur. Slök sala á stoðtækjum í Bandaríkjunum hefur áhrif á heildarsöluna, en aukið eftirlit frá endurgreiðsluaðilum hefur gert það að verkum að viðskiptavinir eru varkárir. Sala á öðrum mörkuðum var góð, sérstaklega sala á stoðtækum í Evrópu og sala í Asíu var heilt yfir mjög góð."