Danska skartgripavöruverslunin Pandora býst nú við því að ársuppgjör fyrir árið 2013 verði betra en áður var talið. Ástæðan er sú að sala verslunarinnar fyrir jól var mun betri en búist var við. Þetta kemur fram á danska viðskiptavefnum Börsen.

Nú er búist við því að hagnaður fyrirtækisins á árinu verði 9 milljónir króna, eða sem samsvarar 190 milljónum íslenskra, króna en áður var talið að hagnaðurinn yrði um 181 milljón króna.

Hagnaðurinn var um 30% hærri á fjórða ársfjórðungi 2013 en hann var á sama tíma árið á undan.

Seðlabanki Íslands átti óbeint hlut í Pandóru á tímabili í gegnum danska FIH bankann, eftir að Seðlabankinn tók yfir hlut Kaupþings í danska bankanum. Síðar seldi Seðlabankinn hlut sinn í FIH.

Pandora ætlar að birta ársreikning um miðjan febrúar.