Kvikmyndagerðarfyrirtækið Pegasus hagnaðist um 52,1 milljón króna á síðasta rekstrarári, samanborið við 102,1 milljónar króna hagnað árið áður. Rekstrartekjur félagsins námu 812,8 milljónum króna samanborið við 1,5 milljarða króna árið á undan. Rekstrarhagnaður nam 35,7 milljónum í fyrra. Eignir námu tæpum 442 milljónum króna um síðustu áramót og eigið fé félagsins var 323 milljónir. Launagreiðslur til starfsmanna námu 133,2 milljónum króna, en ellefu starfsmenn störfuðu hjá félaginu á síðasta ári.

Félagið greiddi 70 milljónir króna í arð til hluthafa sinna á árinu 2017, en árið áður höfðu arðgreiðslur til hluthafa verið 25 milljónir. Pegasus er að stærstum hluta í eigu Snorra Þórissonar, en hann á 63% hlut í félaginu. Lilja Ósk Snorradóttir er framkvæmdastjóri Pegasus, en hún á jafnframt 10% hlut í félaginu.