Hagnaður PepsiCo Inc var betri en áætlað var. Niðurskurðaraðgerðir fyrirtækisins skiluðu árangri og fyrirtækið hagnaðist á hærri eftirspurn eftir hollum drykkjum og snarli í Norður Ameríku. Fyrirtækið hefur lagt meiri áherslu á hollari vörur og samkvæmt tilkynningu frá PepsiCo er 45% af framleiðslu þeirra vörur sem hægt er að neyta „án samviskubits“. Reuters fréttaveitan greinir frá ársfjórðungsuppgjöri PepsiCo fyrir fjórða ársfjórðung.

Hagnaður fyrirtækisins í Norður Ameríku jókst um 8% á fjórða ársfjórðungi. Einnig jukust tekjur fyrirtækisins um 5% og námu 19,52 milljarða dollara á ársfjórðungnum. Fyrirtækið reiknar með að vöxtur þess verði um 3% á þessu ári samanborið við 3,7% í fyrra.