Hagnaður Porsche á fyrstu níu mánuðum ársins var 1,25 milljarðar evra, um 176 milljarðar króna, en hagnaður félagsins fyrir sama tímabil í fyrra var 2,66 milljarðar evra. Hagnaður félagsins lækkar því um rúmlega helming milli ára.

Samkvæmt skýrslu Porsche er lækkkun hagnaðar rakin til kostnaðar hjá Volkswagen Group í tengslum við hugbúnaðar hneykslismálið, en Porsche er stærsti hluthafi Volkswagen Group og á 30,8% af hlutafé Volkswagen. Hlutafé í Volkswagen hafa lækkað um helming síðan upp komst um málið.

Volkswagen gjaldfærði 6,7 milljarð evra sem það hefur eyrnamerkt til að greiða upp í sektir vegna málsins.