Póstmarkaðurinn ehf., hagnaðist um tæpar 13,9 milljónir árið 2015. Hagnaður fyrirtækisins jókst milli ára, en árið 2014 nam hann 10,7 milljónir.

Rekstrarhagnaður Póstmarkaðarins nam 15,5 milljónum árið 2015 og 10,1 milljón 2014. Eigið fé Póstmarkaðarins nam 26,3 milljónum í lok árs 2015, en það lækkaði á milli ára. Í lok árs 2014 nam eigið fé fyrirtækisins 28,4 milljónum.

Eignir Póstmarkaðarins voru metnar á 100,4 milljónir í lok árs 2015, en 99,6 milljónir í lok árs 2014. Handbært fé fyrirtækisins í lok árs 2015 nam 43,5 milljónum.

Greiddur var arður fyrir 16,8 milljónir árið 2015.

Eigendur Póstmarkaðarins eru Samskip hf. sem eiga 60% hlut og Reynir Árnason sem á 40% hlut.