Þó svo að hagnaður hafi dregist saman um rúm 23% þá er hagnaðurinn samt meiri en spáð var fyrir um. Hlutabréf Prada, sem eru skráð í Kauphöll Hong Kong, hækkuðu um 1,8% í kjölfarið. Frá þessu greinir BBC .

Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að ástæðan fyrir slæmu gengi sé vegna mikils samdrátts í sölu í Hong Kong og Macau. Einnig sagði fyrirtækið að sala hafi vaxið í Evrópu, Bandaríkjunum, Mið-Austurlöndum og í Japan. Þó svo að salan hafi gengið betur á þessum mörkuðum var það ekki nóg til að koma upp á móti verri sölu í Asíu.

Vandræði Prada einskorðast ekki aðeins við minni hagnað nú í ár en á síðustu tveimur árum hefur hlutabréfaverð þeirra fallið um 60%. Þá hefur fyrirtækið verið gagnrýnt fyrir offramboð á nýjum búðum og ekki nægt framboð af nýjum vörum.