Nettóhagnaður fyrirtækisins var 451 milljónir evra miðað við 628 milljónir evra árinu á undan. Upphæðin er einnig 476 milljónum evra minni en greiningaraðilar bjuggust við. Í Asíu féll salan um 3% en áhrifavaldar þess voru aðallega Hong Kong og Macau.

Asía er stærsti markaður Prada en hann skilar meira en 35% af heildarsölu fyrirtækisins. Samblanda mikillar spillingar í kínversku ríkisstjórninni og mótmælum sem leiddu til þess að mörgum af aðalvegum Hong Kong var lokað eru taldar vera helstu ástæður fyrir minnkun í sölu.

Í Evrópu féll sala um næstum 5%. Hinsvegar jókst hagnaður í Norður-Ameríku og í Japan um tæplega 8%.

Fyrirtækið hefur gefið út að það mun fara aðgerðir sem miða að því að skera niður kostnað auk þess að opna færri búðir en stóð upphaflega stóð til vegna minnkunnar í hagnaði.