Hagnaður Price Waterhouse Coopers dróst eilítið saman milli ára og fór úr tæpum 48,8 milljónum króna árið 2015 í 48,15 milljónir á síðasta ári.

Samt sem áður jukust tekjur félagsins milli ára úr 1,24 milljörðum króna í 1,3 milljarða, en á sama tíma jukust rekstrargjöld úr 1,16 milljörðum í 1,22 milljarða.

Jafnframt jókst hagnaður fyrir fjármagnsliði úr 78,4 milljónum króna í 84,8 milljónir en fjármagnsgjöldin jukust milli ára úr 17,4 milljónum í 24,6 milljónir, svo hagnaður fyrir skatta og óreglulegar tekjur fór úr 61 milljón niður í 60,2 milljónir.

Eignir félagsins jukust úr 601 milljón króna í 831,5 milljónir á reikningsárinu, sem miðast við 30. júní til 30. júní hvort ár.