Endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið PricewaterhouseCoopers á Íslandi hagnaðist um 158 milljónir króna á síðasta reikningsári sem lauk í lok júní 2019 og jókst um 9 milljónir milli ára. Tekjur félagsins námu 1.762 milljónum króna og jukust um 11,4% milli ára. Þá nam rekstrarhagnaður (EBIT) 212 milljónum og jókst um 14 milljónir milli ára.

Eignir í lok reikningsársins námu 848 milljónum og eiginfjárhlutfall var 23,6% og hækkaði um 2,1 prósentustig milli ára. Friðgeir Sigurðsson er forstjóri PwC á Íslandi.