Fasteignafélagið Reginn, sem meðal annars á og rekur Smáralind og Hafnartorg, segir að þó áhrifa gæti af útbreiðslu kórónuveirunnar sem veldur Covid 19 gæti í rekstrinum sé hann traustur. Forsendur fyrir áður birtri rekstraráætlun séu breyttar, en tekjur rekstrartekjur félagsins stóðu nánast í stað milli ára, fóru úr 2.397 í 2.390 milljónir á fyrsta ársfjórðungi.

Leigutekjur standa nánast í stað á milli ára m.v. krónutölu, sem þýðir  2% lækkun leigutekna að teknu tilliti til verðlagsþróunar. Ástæða þess eru neikvæð áhrif á veltutengda leigu og umbreyting á leigurýmum. Rekstrarhagnaður fyrir söluhagnað, matsbreytingu og afskriftir / EBITDA var 1.555 m.kr. sem er um 3% lægri en á sama tímabili í fyrra.

Þegar tekið er tillit til matsbreytingar dróst rekstrarhagnaðurinn saman um nærri 40%, úr 2.478 milljónum í 1.497 milljónir. Að teknu tilliti til fjármagnsliða og skatta fór hagnaðurinn úr 1.055 milljónum í 304 milljónir sem er um 71,2% samdráttur.

Eigið fé félagsins dróst saman um 1,6% milli ára og fór í 45,3 milljarða króna, meðan skuldirnar jukust um 2,6% og fóru í tæplega 101,2 milljarða króna. Þar með jukust heildareignirnar um 1,2% og námu 146,5 milljörðum króna, og jafnframt lækkaði eiginfjárhlutfallið úr 31,8% í 30,9%.