Hagnaður fasteignafélagsins Regins eftir  tekjuskatt nam tæpum 557 milljónum króna á þriðja fjórðungi ársins samanborðið við tæpar 322 milljónir króna í fyrra.

Á fyrstu níu mánuðum ársins nemur hagnaðurinn aftur á móti 1091 milljónum króna samanborið við 1304 milljónum króna í fyrra. Munurinn milli ára skýrist aðallega af söluhagnaði sem kom til tekna í fyrra og nam 770 milljónum. Afkoma af reglulegri starfssemi er því mun betri nú en í fyrra.

Samkvæmt efnahagsreikningi námu heildareignir Regins hf 38 milljörðum króna í lok september. Eigið fé félagsins var 12.2 milljarðar króna að meðtöldu hlutafé að fjárhæð 1.300 millj. kr. og eiginfjárhlutfall félagsins var 32%.