Hagnaður fasteignafélagsins Regins nam 2.434 milljónum króna í fyrra borið saman við rétt tæpar 2.600 milljónir árið 2012. Hagnaður svarar til 1,87 króna hagnaði á hlut borið saman við 1,57 árið 2012.

Fram kemur í uppgjöri Regins að tekjur félagsins nám 4.043 milljónum króna. Þar af námu leigutekjur 3.524 milljónum króna og hækka þær um 24% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu og afskriftir 2.474 milljónir króna. Bókfært virði fjárfestingareigna í lok síðasta árs er 40.122 milljónir króna. Matsbreytingar námu 2.250 milljónum króna.

Handbært fé frá rekstri nam 1.641 milljónum króna í fyrra. Vaxtaberandi skuldir námu 24.837 milljónum króna um síðustu áramót borið saman við 19.297 milljónir króna í lok árs 2012.

Fram kemur í uppgjöri Regins að afkoman sé góð og í samræmi við áætlanir. Stjórn félagsins leggur samt til að ekki verði greiddur út arður á þessu ári vegna afkomunnar í fyrra.