Fasteignafélagið Reitir hf. hagnaðist um 715 milljónir á fyrri helmingi ársins 2016 sem er lægri afkoma en í fyrra, þegar félagið hagnaðist um 2,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi.

Rekstrarhagnaður lækkaði úr 5,7 milljörðum í 3,3 milljarða á milli ára. Eignir Reita jukust úr 113 milljarða, árið 2015, og í 131 milljarða, 2016. Langtímaskuldir félagsins hækkuðu hins vegar úr 63 milljörðum upp í 82 milljarða milli ára.

Eigið fé hélst nokkuð stöðugt. Nam það 45 milljörðum í lok tímabilsins.

Handbært fé jókst um rúmlega 1,8 milljarða á fyrri helmingi 2016. Nam handbært fé því í lok tímabils 2016 tæplega 2,4 milljörðum miðað við 1,1 milljarð í lok tímabils 2015.

Stærsti hlutahafi í Reitum hf. er Gildi - lífeyrissjóður sem á 14,05% hluti. Lífeyrissjóður verslunarmanna á 12,44% hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild á 10,16% hlut. Arion banki á jafnframt 8,03% hlut og Ríkissjóður Íslands 6,38% hlut.