Rekstur Jarðbaðanna á Mývatni virðist ganga vel og skilaði félagið 48 milljóna hagnaði árið 2011. Eigið fé félagsins minnkaði þó um 100 milljónir króna og eru skýringar á því ekki veittar í ársreikningi. Ekki náðist tal af Stefán Gunnarssyni, framkvæmdastjóra félagsins, þegar skýringa var leitað.

Þegar móðurfélag Jarðbaðanna er skoðað kemur í ljós tæplega einnar milljónar rekstrartap félagsins. Hagnaður þess var þó tæplega 68 milljónir árið 2011 sem má að mestu rekja til áhrifa af rekstri dótturfélagsins. Þá minnkuðu eignir dótturfélagsins um tæpar 100 milljónir og munar þar mestu um kröfu á móðurfélagið.

Nánar er fjallað um rekstur Jarðbaðanna og samanburð við rekstur Bláa lónsins í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum Tölublöð hér að ofan.