Franski áfengisframleiðandinn Remy Cointreau segir að hagnaður fyrirtækisins á árinu muni minnka um minnst 10%. Hlutabréf í fyrirtækinu féllu um rúm 9% eftir að tíðindin bárust út.

Remy Cointreau segir að ástæðan fyrir lakari afkomu sé verulegur slaki í hagkerfinu í Kína og ótraust hagkerfi í Evrópu. Stjórnendur þýska fataframleiðandans Hugo Boss hafa einnig áhyggjur af stöðunni í Kína og segja að hún gæti haft áhrif á afkomu fyrirtækisins.

Ítarleg umfjöllun um afkomu Remy er á fréttavef BBC.