Hagnaður Retro Stefson ehf., sem heldur utan um rekstur samnefndrar hljómsveitar, nam 288 þúsund krónum árið 2013. Það er aðeins lakari afkoma en árið 2012 þegar 1,2 milljóna króna hagnaður var af rekstrinum. Samtals námu tekjur félagsins 19 milljónum á síðasta ári. Eignir félagsins nema tæplega 900 þúsund krónum, skuldir um 5,3 milljónum og er eigið fé neikvætt um 4,5 milljónir.

Helstu skuldir félagsins eru skuld við hluthafa upp á 2,6 milljónir og viðskiptaskuldir sömuleiðis upp á 2,6 milljónir króna. Retro Stefson, sem stofnað var árið 2011, er í eigu bræðranna Unnsteins Manuels og Loga Pedros Stefánssona.