Hagnaður ál- og námurisans Rio Tinto á síðari helmingi ársins 2011 féll um 6% en fyrirtækið gladdi þó hlutabréfaeigendur með því að auka arðsgreiðslur um 34% sem m.a. var rökstutt með að horfur í rekstrinum væru góðar. Undirliggjandi hagnaður tímabilsins fór úr 8,2 milljörðum dala í 7,8 milljarða sem engu að síður var heldur yfir spám sérfræðinga. Gengi bréfa Rio Tinto hefur hækkað um 20% það sem af er árinu sem er miklu meira en almenn hækkun hlutabréfa og virðist sem fjárfestar veðji á að viðsnúningur verði í heimshagkerfunum til hins betra og að eftirspurn eftir afurðum Rio Tinto muni aukast.