*

laugardagur, 31. október 2020
Innlent 27. nóvember 2015 11:57

Hagnaður Rúmfatalagersins eykst vegna dótturfélags

Afkoma Rúmfatalagersins batnaði um rúmar hundrað milljónir króna á milli ára og nam hagnaður félagsins tæpum 300 milljónum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Rúmfatalagerinn ehf. hagnaðist um 298,7 milljónir króna á rekstrarárinu 1. mars 2014 til 28. febrúar 2015, en á sama tíma ári fyrr hagnaðist fyrirtækið um 192,2 milljónir króna. Rekstrartekjur jukust úr 4.201 milljón í 4.645 milljónir á milli ára, en vegna hækkunar á rekstrarkostnaði lækkaði rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði úr 354,3 milljónum í 327,3 milljónir króna. 

Viðsnúningurinn milli ára skýrist alfarið af hlutdeild í afkomu danska dótturfélagsins Skemman, en í ár var hlutdeildin jákvæð um 97,3 milljónir króna, en var neikvæð um 55,6 milljónir ári fyrr. 

Eignir félagsins jukust úr 1.538 milljónum króna í 2.119 milljónir á milli ára og eigið fé jókst úr 330 milljónum í 606 milljónir króna. Skuldir námu í lok reikningsársins 1.612 milljónum króna og þar af voru langtímaskuldir 579 milljónir króna. Í ársreikningnum kemur fram að stjórn félagsins leggur til að ekki verði greiddur arður til hluthafa vegna rekstrarársins.