*

fimmtudagur, 20. febrúar 2020
Erlent 20. maí 2019 09:40

Hagnaður Ryanair dregst saman

Hagnaður írska flugfélasins Ryanair dróst saman um 29% á síðasta rekstrarári.

Ritstjórn
epa

Hagnaður írska flugfélasins Ryanair dróst saman um 29% á síðasta rekstrarári og nam hann um 1 milljarði evra. Ástæðan fyrir þessu er sögð vera hækkandi eldsneytiskostnaður og lág fargjöld.

Á yf­ir­stand­andi rekstr­ar­ári er gert ráð fyr­ir að hagnaður­inn minnki enn frek­ar og nemi 750 til 950 millj­ón­um evra.

Stikkorð: Ryanair flug