Hagnaður Salt Investments ehf. 2014 var rétt rúmlega 100 milljónir króna. Hagnaður félagsins var því einungis einn þriðji af því sem hann var árið áður, en þá var hann ríflega 349 milljónir króna. Rekstrartap félagsins nam 10 milljónum króna, en árið áður hafði rekstrarhagnaður numið tæpum 52 milljónum.

Róbert Wessman á tæplega 90% í félaginu. Eignir félagsins námu um 21,8 milljörðum króna um síðustu áramót, en bókfært eigið fé var neikvætt sem nam 4,3 milljörðum.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .