*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 17. október 2014 15:32

Hagnaður Samkaupa minnkar milli ára

Samstæða Samkaupa skilaði tæplega 300 milljóna hagnaði á síðasta ári.

Ritstjórn
european pressphoto agency

Samstæða Samkaupa hf. skilaði 296,4 milljóna króna hagnaði í fyrra, en árið 2012 skilaði samstæðan 340,9 milljóna króna hagnaði.

Tekjur félagsins námu 23,5 milljörðum í fyrra, samanborið við 22,7 milljarða árið 2012, en rekstrargjöld jukust meira. Námu þau 22,9 milljörðum í fyrra, samanborið við 22,1 milljarð árið á undan.Rekstrarhagnaður lækkaði því úr 604 milljónum í 518 milljónir.

Eignir félagsins námu um síðustu áramót tæpum 7,1 milljarði króna, skuldir námu 5,4 milljörðum og eigið fé því 1,6 milljörðum króna.

Stærstu eigendur Samkaupa eru Kaupfélag Suðurnesja með 52,76% og Kaupfélag Borgfirðinga með 13,04%.

Stikkorð: Samkaup