Samskip hf. hagnaðist um tæpar 928 þúsund evrur á síðasta ári, en það jafngildir um 140 milljónum íslenskra króna. Er það öllu minni hagnaður en árið 2012 þegar fyrirtækið hagnaðist um tæpar 2,4 milljónir evra sem samsvarar um 370 milljónum króna á gengi dagsins í dag.

Eignir félagsins námu í árslok 2013 rúmum 48,2 milljónum evra en skuldir voru um 38,8 milljónir evra. Eigið fé félagsins nam því um 9,4 milljónum evra og var eiginfjárhlutfallið 44,5%.

Hluthafar félagins eru tveir en Samskip Holding BV á 99,9% hlutafjár í félaginu. Pálmar Óli Magnússon er forstjóri Samskipa.