Samsung gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður félagsins verði 10,6 milljarðar dollara, jafngildi 1.472 milljarða króna, á þriðja fjórðungi ársins. Ef fram heldur sem horfir mun rekstrarhagnaður félagsins aukist um 58% milli ára.

Félagið gerir ráð fyrir að tekjur þess á þriðja ársfjórðungi muni aukast um 6,5% milli ára og muni nema um 57 milljörðum dollara. Bæði farsímasala og önnur raftækjasala hefur tekið við sér að miklu leiti eftir samdrátt fyrr á árinu. Umfjöllun á vef Wall Street Journal.

Sjá einnig: Samsung hagnast á hremmingum Huawei

Samsung hefur nýverið skrifað undir 922 milljarða króna samning við Verizon vegna uppbyggingar á 5G uppbyggingar í Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að Samsung muni halda áfram að stækka 5G markaðshlutdeild sína.