Suður-Kóreska tæknifyrirtækið Samsung hefur gefið út afkomuspá fyrir annan ársfjórðung þar sem spáð er að rekstrarhagnaður hafi verið um 8,1 billjón vonn eða 6,78 milljarðar dollarar á fjórðungnum sem er 22,7% hækkun frá sama tímabili í fyrra þegar rekstrarhagnaður nam 6,6 billjónum vonna. WSJ segir frá .

Samsung segir að matið innihaldi einskiptis hagnað í tengslum við skjáaframleiðslu félagsins en tók ekki fram neina fjárhæð í þeim efnum. Samsung er einn helsti framleiðandi fyrir sveigjanlega skjái sem notaðir eru í Iphone símum Apple.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir því að tekjur lækki um meira en 7% á ársfjórðungnum, niður í 52 billjónir vonna. Afkomuspá Samsung gefur til kynna töluvert betri afkomu heldur en fjárfestar höfðu spáð 6,3 billjóna vonna rekstrarhagnaði og 50,25 billjóna tekjum, samkvæmt S&P Global Market Intelligence.

Heimeftirspurn eftir tölvuvinnslu mun aðstoða Samsung í gegnum núverandi efnahagsástandi en snjallsímahluti fyrirtækisins gæti átt í meiri vanda, samkvæmt greiningaraðilum. Á fyrstu þremur mánuðum ársins, fækkaði snjallsímasendingum Samsung um 17% frá fyrra ári en sendingum Apple fækkaði um 9% á sama tíma, samkvæmt markaðsrannsóknarfyrirtækinu Strategy Analytics.

Fyrirtækið stendur frammi fyrir erfiðu verkefni þegar það gefur út nýja uppfærslu af flaggskipi sínu, Galaxy Note 20, í byrjun ágúst.